þriðjudagur, 20. október 2009

Samstaða

Vegna nýlegra frétta um meint brot Gunnars Björnssonar í starfi hefur hópur kvenna sem hafa frá svipuðum atvikum að segja, ákveðið að stofna styrktarhóp.
Til stendur að reyna að koma þessum konum saman á einhvern hátt til að sýna hverri annari og ekki síst stúlkunum á Selfossi, stuðning. Vettvangur eða form er ekki enn ákveðið en til að byrja með hvetjum við fólk til að hafa samband með tölvupósti á netfangið
samstada2009@gmail.com eða skrifið hér á síðuna.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hugmyndin að þessari síðu má segja að hafi kviknað þegar nokkrir aðilar voru að ræða saman á "flettismettinu" Þar kom í ljós að ansi margar konur höfðu á undanförnum mánuðum tjáð sig um það hér og þar, að þær væru ekki ókunnar svipuðum atvikum og komið hafa fram í fréttum af meintum brotum Gunnars á stúlkunum 2 á Selfossi. Þessi síða er hugsum sem stuðningssíða og eins konar vettvangur þar sem þessar mjóróma raddir gætu komið saman í eina stóra. Vona að þessi hugmynd okkar komi sem flestu til góða.
Bestu kveðjur
Hrönn Reynisdóttir

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég ánægð með þetta framlag hjá ykkur,ég heyrði af þessu þegar ég átti heima fyrir vestan en þá voru aðrir tímar og lítið talað um svona mál upphátt. Bara til hamingju stelpur :)

Unknown sagði...

Mikið er ég fegin að einhver hafði hugrekki til að stofna þessa síðu, það hefur verið allt of löng þögn um það hvernig þessi maður hefur hagað sér í gegnum tíðina.
Guðrún Benný

Þakklát sagði...

Sælar :)
Mig langar að þakka kærlega fyrir þetta frábæra framtak!!!
Ég kannast við nokkrar stúlkur sem hafa þurft að þola þetta háttarlag frá "séra" Gunnari. Þær stúlkur sem fjölskylduvernd árborgar kærði vegna eru mér báðar mjög kærar og ég veit að þetta framlag veitir þeim og fjölskyldum þeirra heilmikin styrk!!!
Það er án efa ekki auðvelt að grafa upp gamlar minningar sem þessar og því vil ég þakka ykkur kærlega fyrir!!!

Vegna tengsla minna við stúlkurnar tvær ætla ég ekki að láta nafn míns getið en mun halda áfram að fylgjast með þessari frábæru síðu!
TAKK!

laufey sagði...

flott hjá þér Hrönn. Man eftir þessum sögum af Gunnari á Ísafirði í gamla daga. kv. laufey

Nafnlaus sagði...

Frábært framlag hjá ykkur og mikið hugrekki að koma fram undir nafni.
Þar sem ég tengist stelpunum þá vil ég ekki koma fram undir nafni, en vil minna á að það voru 5 stelpur sem kærðu, og var einni kærunni vísað frá vegna þess að meira en 5 ár voru liðin frá atvikinu. Skrítin lög. Ég veit að fleiri stelpur og konur voru að hugsa um að kæra í fyrra þegar þetta kom upp. Þannig að aftur til hamingju með þetta framtak þögla meirihlutans.

Nafnlaus sagði...

Flott framtak!!! Sjálf var ég fermd af Gunnari fyrir vestan fyrir c.a. 30 árum síðan og þá áreitti hann mig á þann hátt að hann horfði óþægilega á mig og sagði að honum findist ég vera með falleg brjóst. Það var ekki auðvelt að þurfa að hitta þennan mann hvað eftir annað við undirbúning fermingarinnar.

Geir Harðarson sagði...

Þetta er frábært framtak hjá þér Hrönn. Áfram stelpur og ekki gefast upp.
Geir Harðarson
Hlíðarvegspúki
frá Ísafirði

Soffía Hauksdóttir sagði...

Það þarf kjark til að segja frá því sem margir hafa hugsað, vitað af eða reynt á eigin skinni. Áfram stelpur.

Júlía sagði...

Sæl Hrönn - innilega til hamingju með framtakið. Ég vona svo heitt og innilega að þið náið að láta heyra í ykkur varðandi þetta mál. Af því sem ég hef heyrt hefur þetta viðgengist í tugi ára án þess að nokkur hafi komið fram fyrir skjöldu og gert eitthvað í málinu fyrr en nú. Sem betur fer höfðu þessir aðilar þann kjark og þor til að gera það og það sem meira er að halda því til streitu. Það getur hver sem er séð sem les dóminn að ekkert getur talist eðlilegt í þessum svokallaða styrk sem hann þóttist vera sækja sér til barnungra stúlkna. Þetta kallast káf á íslensku. Hann segir það sjálfur og viðurkennir þar með veikleika eða sjúkleika eins og sumir vilja nefna hans framkomu.
Gangi þér vel.
Bestu kveðjur,
Júlía

Nafnlaus sagði...

Sælar ég var líka fermd af Sr. Gunnari þegar hann var fyrir vestan og ég vildi að ég gæti tjáð mig um hversu hræðileg áhrif hans vera í mínu lífi hafði á mitt saklausa siðferði, hefur elt mig allt mitt líf. Verði ákveðið að hittast mun ég vitanlega koma og heilsa upp á sistur mínar í þessu máli.

Hrönn Reynisdóttir sagði...

Sæl öll.
Eins og sjá má erum við enn að vinna í síðunni en vegna ýmissa hluta sem upp á hafa komið og eins vegna anna, höfum við ekki komist lengra eins og er. Við höfum verið að velta upp ýmsum hugmyndum um það hvernig við höfum hugsað okkur framhaldið og erum sammála um að þetta megi ekki falla í gleymsku um leið og athygli fjölmiðla í kring um þetta mál hættir. Við komumst að þeirri niðurstöðu að sennilega væri best til að byrja með að opna svona spjallrás eða umræðuborð þar sem fólk gæti velt upp einhverju sem því liggur á hjarta. Þessi síða er ALLS EKKI ætluð sem vetvangur þar sem fólk getur verið með skítkast og niðurlægjuhátt út í þá aðila sem hafa gert okkur til miska.
Ég vil biðja ykkur að vera þolinmóð á meðan við vinnum að síðunni og endilega ekki missa móðinn. Ég vil að lokum fyrir hönd þessa hóps þakka viðbrögð og góðar kveðjur.

Hrönn Reynisdóttir
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Einar Ben.

Skrifa ummæli