fimmtudagur, 29. október 2009

Stuðningssíða

Sæl öll.
Eins og sjá má erum við enn að vinna í síðunni en vegna ýmissa hluta sem upp á hafa komið og eins vegna anna, höfum við ekki komist lengra eins og er. Við höfum verið að velta upp ýmsum hugmyndum um það hvernig við höfum hugsað okkur framhaldið og erum sammála um að þetta megi ekki falla í gleymsku um leið og athygli fjölmiðla í kring um þetta mál hættir. Við komumst að þeirri niðurstöðu að sennilega væri best til að byrja með að opna svona spjallrás eða umræðuborð þar sem fólk gæti velt upp einhverju sem því liggur á hjarta. Þessi síða er ALLS EKKI ætluð sem vetvangur þar sem fólk getur verið með skítkast og niðurlægjuhátt út í þá aðila sem hafa gert okkur til miska.
Ég vil biðja ykkur að vera þolinmóð á meðan við vinnum að síðunni og endilega ekki missa móðinn. Ég vil að lokum fyrir hönd þessa hóps þakka viðbrögð og góðar kveðjur.
Hrönn Reynisdóttir

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Einar Ben

Engin ummæli:

Skrifa ummæli